29.8.2011 | 19:21
Fjölmiðlar
Aldrei hefur verið eins mikilvægt að trúverðugir fjölmiðlar séu til staðar og nú á Íslandi og rýni í það sem er að gerast í okkar samfélagi, það sem stingur mest núna er að kvóta-frumvörp ríkisstjórnarinnar eru á milli tanna hagsmunaaðila það er gott svo langt sem það nær, það er hinsvegar ekki gott þegar tekin eru drottningar-viðtöl við menn eða ekki fjallað um önnur frumvörp um sama efni, ég nefni hér frumvarp Hreyfingarinnar um kvótann. á sama tíma og ég er að skrifa þessar línur er verið að kynna nýjan flokk sem kennir sig við lýðfrelsi stefnan í kvótamálum við fyrstu skoðun er góð þar sem aflaheimildir eru innkallaðar í auðlindasjóð ríkisins á einu kjörtímabili og úthlutað aftur með uppboði á aflaheimildum sem eru borgaðar eftir að veiddur fiskur er seldur á fiskmarkaði,að borga eftir sölu tryggir að allir sitji við sama borð. Ég skora á alla fjölmiðla að bregðast ekki kallinu um sanngjarna og heiðarlega umfjöllun og að öllum sé gert jafn hátt undir höfði. Kári Jónsson Sandgerði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.