Að viðhalda ríkisstyrktri útgerð

Magnús Orri Schram fjallar um sínar áherslur varðandi kvótann, hann lítur alveg fram hjá því að útgerð sem hefur ráðstöfunarrétt á aflaheimildum er kröftuglega ríkisstyrkt, styrkurinn liggur í því að ríkissjóður(þjóðin) fær um það bil 13krónur fyrir kíló af kvóta,en útgerðin fær að leigja frá sér á 250-270krónur mismunurinn er ca.260krónur pr.kíló af kvóta sem er þá ríkisstyrkurinn. þessu líta varðmenn fyrir óbreyttu  kvótakerfi algjörlega framhjá. Magnús nefnir að hans tillögurnar stuðli að rekstraröruggi útgerðanna,að sjálfsögðu tryggir einokunaraðstaða útgerðanna sem eiga nýtingarréttin á auðlindinni rekstraröryggi skárra væri það nú, ég veit ekki til þess að Magnúsi eða öðrum þingmönnum hafi rekstraöryggi t.d. dekkjaverkstæða eða smurþjónustu ofarlega í huga enda greiða þau fyrirtæki mun minna inn í flokkana.Ég ætla að leggja það til að 110% leiðin verði farin til að leysa skuldavanda útgerðanna.Aflaheimildir verða innkallaðar inní Auðlindasjóð,kvótinn afnuminn í núverandi mynd,og boðinn upp til 3mánaða í senn,gjaldið fyrir kvótann er greitt eftir að fiskurinn er seldur á fiskmarkaði sem er lykilatriði í breytingu á kerfinu,eftirá greiðsla tryggir að allir sitja við sama borð. þetta er markaðslausn af betra taginu. Rétt verð myndast á veiðiréttinum gagnstætt því sem er staðreynd í dag, verð á aflaheimildum út úr öllu korti og efnahagsreikningar útgerðanna sömuleiðis. Þessi leið tryggir jafnan aðgang að auðlindinni hvort heldur er í vinnslu eða útgerð, sem aftur tryggir að mannréttindi eru höfð í hávegum en ekki í ræsinu. Að endingu vænti ég þess að Magnús Orri sem og aðrir þingmenn framkvæmi af réttlæti og sanngirni þær breytingar sem verða að eiga sér stað á kvótakerfinu. Kári Jónsson Sandgerði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 461

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband