AMEN-SAMKOMAN

Sjálftöku og pilsfalda heldur þessa helgina Amen-samkomu,rétt í þessu var verið greiða atkvæði um breytingatillögu frá Viðari Guðjónssyni í stuttu máli fjallar hún um að TROMPIN okkar þ.e. AUÐLINDIR verði áfram í opinberu-eignarhaldi.Amen-samkoman felldi þessa ágætu tillögu,það er athyglivert að velta fyrir sér þankagangi amen-fólksins í ljósi þess að hér fór flest til ANDSK.....og einn af aðalmönnum hrunsins bað um blessun almættisins. Blindan á stefnu flokksins að ekkert og enginn hefði getað komið í veg fyrir hrun og gjaldþrot fjölda heimila er með eindæmum. Að gefa viðskiptalífinu frelsi án ábyrgðar eru LANDRÁÐ. Og þess vegna er Geir Haarde fyrir landsdómi,ég tek fram að öll fyrri ríkisstjórn á að vera í sömu stöðu. Það sannast á þessu litla innliti á AMEN-SAMKOMUNA að engar lagfæringar verða til handa almenningi,allt við það sama innmúrað og innvígt og allt inn í rammanum,við öðru var ekki að búast, enda eru SÉRHAGSMUNIR ær og kýr þessa flokks sem ég kalla sjálftöku og pilsfalda. Enn og aftur þá eru AUÐLINDIRNAR okkar TROMP eins og ávallt, það hefur verið og er stefna þessa bófaflokks að arðræna almenning með þeirri stefnu að EINKAVINAVÆÐA AUÐLINDIR þjóðarinnar.

Um dauðafæri og gullintækifæri

Kristinn H, Olína og Magnús Orri gera að umtalsefni afglöp ríkisstjórnarinnar og sérstaklega Jóns Bjarnasonar um leigu fyrir Makríl ég er sammála. Frábært ef það er einhver meining eða innihald í ummælum þessa fólks. Ég spyr hvar voruð þið þegar ákveðið var að veiða 155.000tonn af Makríl, hvers vegna dettur ykkur það fyrst í hug eftir að búið er að veiða úthlutaðan kvóta,þess vegna vantar alla meiningu, alla einurð af ykkar hálfu til breytinga á fiskveiðikerfinu. Þið öll voruð í dauðafæri en komið allt of seint með annars góða tillögu. Við eigum vonandi eftir að veiða margsinnis 155.000tonn af Makríl, þannig að það eru gullin-tækifæri framundan til breytinga á kvótaskrímslinu. Eitt verður að vera alveg klárt ekki má búa svo um hnúta að útgerð-A geti framleigt til útgerðar-B ef útgerð-A getur ekki veitt það sem leigt var skilast veiðirétturinn inn. Undanbragðalaust verður að selja allan fisk á markaði, flutningskostnaður mun virka eins og verndartollur sjávarbyggðanna. Þ.e. fiskurinn helst frekar á heimaslóð. Ég er sammála Magnúsi Orra um að tilboðsleiðin er besta leiðin til að fá rétt verð á veiðiréttinn, með þeim fyrirvara að veiðirétturinn verði borgaður eftir sölu á fiskinum, ef þetta er ekki tryggt í lögum munu bankastjórar þessa lands ákveða hverjir eru í útgerð á hverjum tíma, þeir hafa ekki vit á því hverjir eru hæfastir til að reka útgerð í breyttu rekstrarumhverfi (ekki rikisstyrkt útgerð eins og nú er rekin á Íslandi).   Kári Jónsson Sandgerði.

SKRUMSKÆLING

Þorvarður Gunnarsson er að vinna fyrir LÍÚ-klíkuna og vinnur vel fyrir kaupi sínu.Hér er maður sem gengur bersýnilega út frá því að LÍÚ-klíkan eigi þær aflaheimildir sem er úthlutað á hverju ári,það er röng nálgun frá mínum bæjardyrum séð.Þorvarður vill eins og LÍÚ ríkisstyrkta útgerð,það er skoðun út af fyrir sig.Að sjálfsögðu er gríðarleg framlegð hjá hvaða fyrirtæki sem er þegar aðföng eru ókeypis í þessu tilfelli útgerðar-fyrirtæki (ríkisstyrkur sérlega veglegur).Fær nánast ókeypis aflaheimildir en getur leigt frá sér á markaðsverði.Ennfremur getur útgerð selt eigin vinnslu fyrir allt að 30% minna verð en fæst á fiskmörkuðum,með tilheyrandi tekjutapi fyrir sjómenn.Þá má benda á að öll samkeppni er út úr öllu korti gagnvart fiskvinnslu án aflaheimilda.Leiðin út úr skrímslakerfinu er að innkalla úthlutaðar aflaheimildir í Auðlindasjóð og endurúthluta á jafnræðsgrunni,afnema óbeina veðsetningu á aflaheimildum,afleiðingin af þessu er núvirðing,þ.e.a.s.rétt verð myndast á veiðiréttinum og fyrirtækin byggja sig upp fyrir alvöru peninga ekki bólu peninga.Ekki taka þátt í hræðluáróðrinum um að við munum hætta að gera út og hætta allri fiskvinnslu,það eru engar líkur til þess. Kári Jónsson Sandgerði.

Fyrirlesarar í Hörpu

Rétt í þessu var Silfrinu að ljúka.Þar fór síðasti viðmælandi á kostum, enda var hann að tala máli flestra íslendinga að mínu mati,í stuttu máli bendir hann á hverjir eru sökudólgar hrunsins,hann ásamt Krugman talaði tæpitungulaust um hvernig verðtryggingin dregur máttinn úr vexti hagkerfisins og við eigum að afnema verðtryggingu fljótt og örugglega landi og þjóð til betrunar,lærdómurinn sem við verðum að meðtaka er að við byggjum upp hagkerfið fyrir eigið fé ekki lánsfé.Við eigum að liðka fyrir erlendri fjárfestingu (hér set ég fyrirvara).Fjárfestar stofna fyrirtæki á Íslandi sem greiða skattana sína á Íslandi þetta er lykilatriði nema það sé hægt að benda á aðrar öruggar leiðir til þess að arðurinn af starfseminni fari ekki úr landinu.Síðann verður að setja alvöru bönd eða ég ætti frekar að segja ofurkaðla til að koma í veg fyrir ofurþenslu bankana.Að endingu er rétt að benda skuldunautum Arion og Íslandsbanka á að það eru HRÆGAMMAR sem eru eigendur þessara banka og til að koma þeim af landinu góða er að HÆTTA AÐ BORGA.

Að viðhalda ríkisstyrktri útgerð

Magnús Orri Schram fjallar um sínar áherslur varðandi kvótann, hann lítur alveg fram hjá því að útgerð sem hefur ráðstöfunarrétt á aflaheimildum er kröftuglega ríkisstyrkt, styrkurinn liggur í því að ríkissjóður(þjóðin) fær um það bil 13krónur fyrir kíló af kvóta,en útgerðin fær að leigja frá sér á 250-270krónur mismunurinn er ca.260krónur pr.kíló af kvóta sem er þá ríkisstyrkurinn. þessu líta varðmenn fyrir óbreyttu  kvótakerfi algjörlega framhjá. Magnús nefnir að hans tillögurnar stuðli að rekstraröruggi útgerðanna,að sjálfsögðu tryggir einokunaraðstaða útgerðanna sem eiga nýtingarréttin á auðlindinni rekstraröryggi skárra væri það nú, ég veit ekki til þess að Magnúsi eða öðrum þingmönnum hafi rekstraöryggi t.d. dekkjaverkstæða eða smurþjónustu ofarlega í huga enda greiða þau fyrirtæki mun minna inn í flokkana.Ég ætla að leggja það til að 110% leiðin verði farin til að leysa skuldavanda útgerðanna.Aflaheimildir verða innkallaðar inní Auðlindasjóð,kvótinn afnuminn í núverandi mynd,og boðinn upp til 3mánaða í senn,gjaldið fyrir kvótann er greitt eftir að fiskurinn er seldur á fiskmarkaði sem er lykilatriði í breytingu á kerfinu,eftirá greiðsla tryggir að allir sitja við sama borð. þetta er markaðslausn af betra taginu. Rétt verð myndast á veiðiréttinum gagnstætt því sem er staðreynd í dag, verð á aflaheimildum út úr öllu korti og efnahagsreikningar útgerðanna sömuleiðis. Þessi leið tryggir jafnan aðgang að auðlindinni hvort heldur er í vinnslu eða útgerð, sem aftur tryggir að mannréttindi eru höfð í hávegum en ekki í ræsinu. Að endingu vænti ég þess að Magnús Orri sem og aðrir þingmenn framkvæmi af réttlæti og sanngirni þær breytingar sem verða að eiga sér stað á kvótakerfinu. Kári Jónsson Sandgerði. 

Lénsherrar/Fólkið í landinu"góða"

Lénsherrar fortíðar hirtu eignir alþýðunnar og niðurlægðu vinnuframlag sama fólks með smánarlaunum,nokkrir hrottar gengu skrefinu lengra og börnuðu heimasætuna og þrættu fyrir króann.Ég velti fyrir mér hefur eitthvað breyst á landinu "góða". Ég held ekki Lénsherrar í nútíð birtist í líki Gunnlaugs Kögunar-forstjóra,sem hirti Þróunarfélag Íslands, Finns Frumherja-forstjóra sem leiddi einkavinavæðingu pilsfaldaflokkana Sjálfstæðis og Framsókn til helmingaskipta-reglu þessara flokka sem ávallt hafa varið sérhagsmuni á kostnað almennings,Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi Framsóknar-formanns sem hefur fengið ótrúlegar afskriftir á skuldum fyrirtækja sem tengjast fjölskyldu  hans, Guðmundar kenndan við Brim en hann fékk 16milljarða niðurfellda en heldur öllum hlutabréfum og öllum aflaheimildum,að vísu var hann neyddur til að selja Samherja skip og kvóta fyrir 4milljarða.ég get haldið áfram að telja upp eigendur,sem eru í raun og veru lénsherrar okkar tíma með fulltingi stjórnmálastéttarinnar og fjármálastofnanna.Það er einhugur hjá lénsherrunum að almenningur borgi fyrir hrunið að fullu og öllu leyti,enda hefur það alltaf verið gert,þess vegna skiptir öllu máli að fólkið í landinu "góða" mæti á AUSTURVÖLL 1okt.kl.1030. Og sýni stjórnmálastéttinni að við erum hætt að borga meira en okkur ber. Verðtrygging verði afnumin,niðurskurður á sjúkrahúsum verði stoppaður, eldri borgarar fái tryggingu fyrir áhyggjulausu ævikvöldi, að aukin skattheimta verði tekin af eignafólki og fólki með há laun 8oo.ooo og yfir. Almenningur er búin að leggja nóg til í bili að minnsta kosti. Kári Jónsson Sandgerði.

Skrípóið heldur áfram

Forseti þingsins og Ásbjörn Óttarsson eru í ótrúlegum leik,hvorugt gefur eftir hvað á þetta að þýða að fara svona með tíma þingsins til að ljúka málum. Róbert Marshall lagði til að mæta aftur eftir helgina og klára þau mál sem útaf standa, og benti á að ekkert væri eðlilegra,fáránleg vinnubrögð að þurfa að samþiggja eða fella lög sem varða okkur öll,vissulega mismikið í slíkri tímapressu. Hvernig má það vera að mestur tími fer í það hjá þingmönnum síðustu daga þingsins að losna úr vinnunni, eru þeir á launum annarsstaðar? Forseti þingsins var að viðurkenna að hún uppá sitt einsdæmi að hún tók mál númer 13 af dagskrá, hér er ótrúlegur farsi í gangi. Við getum lagt niður þjóðleikhúsið og yfirhöfuð öll leikhús og reynt að selja inn á farsana í alþingi sem vitaskuld eiga eftir að halda áfram að óbreyttu.  Kári Jónsson Sandgerði.

Löggjafarsamkundan/Málþóf

Eftir 3mánaða sumarfrí frá hefðbundnum þingstörfum skiptir þingheim, að því er virðist mestu að ná samkomulagi um þinglok hvernig hægt er að semja um mál, þið eruð á launum hjá almenningi, og afsláttur á hugsjón, sparnaður fyrir ríkið,ef það er hægt að semja um slíkt þá ert þú ekki að vinna fyrir kaupinu þínu þingmaður/kona. Hvernig má það vera, að mest orka fer í það að komast úr vinnunni. Þið ykkar sem voruð á þingi fyrir hrun og sitjið ennþá,ég myndi ekki una mér hvíldar einn einasta dag. þið ykkar sem komuð eftir hrunið, ég myndi ekki heldur una mér hvíldar. Þið völduð þetta hlutskipti, þá verðið þið að standa undir væntingum eða hætta ella. Þú ágæti þingmaður/kona seldir mér vinnuframlag þitt og ég á kröfu á þig að þú notir vinnutíman í annað en að reyna komast úr vinnunni.Ps. Alþingi á að starfa allan ársins hring ef þú þarft frí,þá kemur inn varamaður fyrir þig eins og annarsstaðar á vinnumarkaðinum. Ég hef sannfæringu fyrir því að almennt er fólk sammála um þetta. Kári Jónsson Sandgerði.

Að tala mikið og segja ekki neitt

Síðast liðin vika hefur að miklu leyti farið í getspár hjá fjölmiðlum og álitsgjöfum miðlanna, hvort Hanna Birna gefi kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þessi ágæta kona sagði mér nákvæmlega ekki neitt um það hvað hún stendur fyrir nema að hún er sammála núverandi formanni um að draga umsókn um ESB til baka,í samtali á Sprengisandi, hún vill semsagt ekki leyfa þjóðinni að taka sína ákvörðun, samt nefnir hún aukið lýðræði í sama orðinu, þessi kona óð úr einu í annað og upplýsti ekki um stefnu sína í kvótamálum, sem hún reyndar var ekki spurð um af þáttastjórnanda sem 19hundruð og eitthvað súrkál var valinn rannsóknar-blaðamaður ársins, hann er farinn að ryðga, hló hjákátlega með henni þegar hún ygldi sig á hann. Þessi ágæta kona sagði mér hinvegar að ef hún yrði formaður yrðu engar breytingar fyrir almenning sem skipta einhverju máli, eins og afnám verðtryggingar, atvinna ný stjórnarskrá ómenguð af alþingi. rjúfa tengsl á milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. afnám einokunar í landbúnaði. Áfram mun Sjálfstæðisflokkurinn vera pilsfalda og styðja sjálftöku gæðinga fjórflokksins, villa á sér heimildir og vera áfram sovét-kommúnískur-flokkur fyrir sérhagsmuna öflin í okkar samfélagi. Kári Jónsson Sandgerði.

Skoðanakannanir/fjölmiðlar

Hvað rugl er þetta með fylgi flokkana í könnunum. 50% taka ekki þátt eða gefa ekki upp hvað þeir myndu krossa við, engu að síður eru niðurstöðurnar eins og 100% þátttaka hafi átt sér stað. Mikilvægt er að vita hver borgar fyrir skoðunarkannanir af þessum toga, þar sem haldið er fram bulli. Fjölmiðlar verða að sjá í gegnum svindlið og neita að taka þátt og upplýsa hvaða hagsmuni er verið að verja. Mikilvægt er fyrir almenning að vita hverjir eiga og stýra þessum fyrirtækjum sem taka að sér að spyrja fyrir hagsmunaaðila. Kári Jónsson Sandgerði.

Næsta síða »

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband