Danskt-kvótakerfi

Athyglisverð frétt á vísir.is um danska-baróna=íslenskur sægreifi.Ég hef þó nokkrum sinnum auglýst eftir forystu-mönnum sjómanna,þegar ég hef fjallað um sjávarútvegsmál engin viðbrögð úr þeirri átt,þó svo að stefnan í sjávarútvegsmálum komi beint við lífskjör umbjóðendana,annað er að gerast hjá dönum. Forystumenn danskra sjómanna hafa gagnrýnt kvótakerfið sem þeir búa við harðlega,meðal annars sagt frá því hvernig sjávarplássum er hreinlega rústað.Brottkasti á fiski. Þetta er sama gagnrýni og andstæðingar kvótakerfisins hér heima hafa haldið fram.Hvað gengur ríkisstjórninni til, að ganga erinda sérhagsmuna með jafn afgerandi hætti og raunin er. Fróðlegt verður að fylgjast með fréttum af dönskum sjómönnum og baráttu sjávarplássanna fyrir tilverurétti sínum á næstu árum.Reyndar ber að geta þess sem að danskir sjómenn hafa umfram íslenska sjómenn er að þar er frjálst-fiskverð, á Íslandinu góða er ekki frjálst-fiskverð.Forystumönnum sjómanna finnst þetta atriði í kjörum sinna umbjóðenda ekki skipta neinu máli, eftirfylgnin segir allt um þetta. Vonandi hverfa danir frá kvótakerfinu eins og færeyjingar höfðu vit til. Kári Jónsson Sandgerði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Árni það þýðir lítið að bíða eftir þeim Árna og Sævari þar sem þeir eru báðir handbendi Kvótapúkans á Akureyri. Ganga ekki eingöngu erinda hans í Kvótamálinu heldur búnir að koma Kostnaðarhlutdeil áhafnar uppí 30%.

Að sjálfsögðu eru Danskir sjómenn æfir eins og sjómenn allstaðar en mundurinn á dönskum sjómönnum og íslenskum er að danskir sjómenn búa við málfrelsi öfugt við íslenska. Hér er öll umræðan um kvótann og kaup og kjör vöktuð af Kvótapúkanum sem er viðbúinn með farsímann og les mönnum pistilinn og sér til þess að enginn sem ekki er með réttu skoðanirnar haldi vinnunni. 

Talandi um kostnaðar hlutdeildina og bera hana saman við ríkistyrki sem útgerðin er alltaf að benda á í áróðri sínum fyrir KVÓTANUM. Það er náttúrulega hneisa að útgerðin skuli hafa hreðjar tak á forystu sjómanna og verðum við að vona að sjómenn fái að kjósa um sín mál fljótlega og slá þar með útgerðarmafíuna kalda. 

Ólafur Örn Jónsson, 17.7.2011 kl. 05:44

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Fyrirgefðu nafna ruglið Kári.

Ólafur Örn Jónsson, 17.7.2011 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 554

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband