Um dauðafæri og gullintækifæri

Kristinn H, Olína og Magnús Orri gera að umtalsefni afglöp ríkisstjórnarinnar og sérstaklega Jóns Bjarnasonar um leigu fyrir Makríl ég er sammála. Frábært ef það er einhver meining eða innihald í ummælum þessa fólks. Ég spyr hvar voruð þið þegar ákveðið var að veiða 155.000tonn af Makríl, hvers vegna dettur ykkur það fyrst í hug eftir að búið er að veiða úthlutaðan kvóta,þess vegna vantar alla meiningu, alla einurð af ykkar hálfu til breytinga á fiskveiðikerfinu. Þið öll voruð í dauðafæri en komið allt of seint með annars góða tillögu. Við eigum vonandi eftir að veiða margsinnis 155.000tonn af Makríl, þannig að það eru gullin-tækifæri framundan til breytinga á kvótaskrímslinu. Eitt verður að vera alveg klárt ekki má búa svo um hnúta að útgerð-A geti framleigt til útgerðar-B ef útgerð-A getur ekki veitt það sem leigt var skilast veiðirétturinn inn. Undanbragðalaust verður að selja allan fisk á markaði, flutningskostnaður mun virka eins og verndartollur sjávarbyggðanna. Þ.e. fiskurinn helst frekar á heimaslóð. Ég er sammála Magnúsi Orra um að tilboðsleiðin er besta leiðin til að fá rétt verð á veiðiréttinn, með þeim fyrirvara að veiðirétturinn verði borgaður eftir sölu á fiskinum, ef þetta er ekki tryggt í lögum munu bankastjórar þessa lands ákveða hverjir eru í útgerð á hverjum tíma, þeir hafa ekki vit á því hverjir eru hæfastir til að reka útgerð í breyttu rekstrarumhverfi (ekki rikisstyrkt útgerð eins og nú er rekin á Íslandi).   Kári Jónsson Sandgerði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki hvernig fyrirtæki eiga að vera skikkuð til að greiða fyrir aðföng.  Algerlega fáránlegt.  

Auðvitað eiga öll fyrirtæki að greiða fyrir aðföng.  Ef þau eru í þjóðareign, þá á að greiða ríkinu.  Þau fyrirtæki sem eru tilbúin að greiða mest eiga að fá kvótan.   

Makríll (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 16:08

2 Smámynd: Kári Jónsson

Það greiða öll fyrirtæki fyrir aðföng í öllum atvinnugreinum, þjóðareign kemur þessu ekkert við. Þjóðin samkvæmt lögum á fiskinn í sjónum og ef Makríll RE vill gera út á þorskveiðar á útgerðin að greiða til ríkisins (þjóðarinnar)fyrir veiðiréttinn, en ekki til annara útgerða. Þjóðin á veiðiréttinn.

Kári Jónsson, 9.11.2011 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband