17.9.2011 | 16:19
Skrípóið heldur áfram
Forseti þingsins og Ásbjörn Óttarsson eru í ótrúlegum leik,hvorugt gefur eftir hvað á þetta að þýða að fara svona með tíma þingsins til að ljúka málum. Róbert Marshall lagði til að mæta aftur eftir helgina og klára þau mál sem útaf standa, og benti á að ekkert væri eðlilegra,fáránleg vinnubrögð að þurfa að samþiggja eða fella lög sem varða okkur öll,vissulega mismikið í slíkri tímapressu. Hvernig má það vera að mestur tími fer í það hjá þingmönnum síðustu daga þingsins að losna úr vinnunni, eru þeir á launum annarsstaðar? Forseti þingsins var að viðurkenna að hún uppá sitt einsdæmi að hún tók mál númer 13 af dagskrá, hér er ótrúlegur farsi í gangi. Við getum lagt niður þjóðleikhúsið og yfirhöfuð öll leikhús og reynt að selja inn á farsana í alþingi sem vitaskuld eiga eftir að halda áfram að óbreyttu. Kári Jónsson Sandgerði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.