Landráðastofnun Íslands

Kristinn Pétursson frá Bakkafirði var í þætti á Sögu og umtalsefnið var hafrannsóknir, hann benti á að 20% reglan sem við höfum að leiðarljósi í okkar stjórnun á fiskveiðum hafi ekki lagastoð,ennfremur vitnaði hann um að sama stjórnun við Nýfundnaland hefði verið notuð,með þeim árangri að þurrka upp alla veiði á þeim slóðum. Rússar notuðu allt aðrar aðferðir í Barentshafi með vægt til orða tekið betri árangri. Stofnunin sem ræður mestu um lífskjör á Íslandi vinnur gegn öllum þeim sem hafa aðrar skoðanir heldur en stofnunin og þeir/þau fyrirtæki sem hafa mesta hagsmuni af kvótakerfinu illræmda,þ.e. 25stærstu handhafar kvótanns. Ég skora á Jón Bjarnason að efna til málþings um hafrannsóknir þar sem allir hagsmunaaðilar koma að borði og ráða ráðum sínum,tryggja verður að öllum verði gefin sami tími til að tjá sig. Annað verður ekki séð með neinni sanngirni en að kalla stofnunina landráða nema að hún opni fyrir samræðu og gagnrýni,því eins og Kristinn benti á er hér um steingelda og staðnaða stofnun að ræða sem hefur fjöregg þjóðarinnar í höndunum (steingeld er mitt orð ekki Kristins). Kári Jónsson Sandgerði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 511

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband