7.8.2011 | 19:35
150 milljarða skuld við samfélagið
Lífeyrissjóðir landsmanna skulda fólkinu sem borgar í sjóðina 150milljarða,þetta eru verðbætur sem eru frá 2008 eða hruni,þegar íbúðalán stökkbreytust almenningur er látinn bera þessar byrðar, einasta færa leiðin fyrir fólk er að hætta að borga af þessum lánum. Samstillt átak fólksins mun skila árangri. Lífeyrissjóðirnir verða að skila til baka verðbótunum sem áunnist hafa frá hruni. Til lengri tíma litið er þetta góð leið til að jafna verðmætum þjóðarinnar,gera fólki kleift að yfirstíga erfiðleika sína.Hér er bráðavandi á ferðinni sem verður langtímavandi ef ekki verður ráðist að rótum vandans. Ennfremur legg ég til að ASÍ segi sig frá nýgerðum samningum og breyti um áherslur,þ.e. krefjist verðtryggingar á laun eða afnám verðtryggingar á lán.Verkafólk hefur allt að vinna en engu að tapa. Kári Jónsson Sandgerði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 685
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kynntu þér málin betur.
1. Hvaða tala er þessir 150 milljarðar? Hvaðan er hún komin?
2. Allar lánastofnanir (bankar, sparisjóðir, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir) lána verðtryggð lán og innheimta því verðtryggingu, ekki bara lífeyrissjóðir.
3. Lífeyrissjóðir innheimta ekki aðeins bverðtryggingu af útlánum, heldur GREIÐA þeir einnig verðtryggingu af lífeyrinum semsjóðfélagar fá. Já, lífeyririnn er verðtryggður. Hafa heimil í landinu ekki hag af því?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 7.8.2011 kl. 22:18
150milljarðar eru verðbætur á inngreiðslur í lífeyrissjóðina frá hruni. það getur ekki verið sanngjarnt að lánþeginn beri hrunið einn,lánveitandi verður að bera byrðina til helminga, bráðavandinn sem unga fólkið á í þessi misserin verður eilífðarvandi og enn stærri ef við tökum ekki á rót vandans sem er verðtrygging á lán en ekki laun.
Kári Jónsson, 8.8.2011 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.