28.7.2011 | 00:28
Almenningur verður að sýna klærnar
22.7.2011 | 02:17
Kvislingurinn í fiski og farmannasambandinu.
19.7.2011 | 17:33
Bíðum eftir stjórnlagaráði
13.7.2011 | 17:06
Danskt-kvótakerfi
12.7.2011 | 02:18
Þöggunarstefna sérhagsmuna-klíkunar
Útvarp-Saga bauð uppá þátt fyrir viku síðan sem vakti athygli fjölmargra. þátturinn fjallaði um togaraskipsstjóra sem heitir Ólafur Örn, betur þekktur sem Óli ufsi og hans reynslu af kvótakerfinu og mönnum sem gera allt til að verja þann ófögnuð.Einn var nefndur sérstaklega, Þorsteinn Már forstjóri Samherja,ekki var það af neinu góðu,hafði af honum(Óla)málfrelsið í ákveðinn tíma,hótaði vinnuveitenda hans (forstjóra Hampiðjunar)viðskiptafélaga Óla var líka hótað,ekki með sama árangri og í fyrra skiptið sem betur fer.það sem mér finnst athyglisvert er að ég hef hvergi fundið umfjöllun í öðrum miðlum,það getur alveg hafa farið framhjá mér, það er líka aukaatriði. það er frétt þegar forstjóri Samherja er tilbúinn að ganga jafnlangt og raun ber vitni í að verja sérhagsmuni með þessum hætti. það er hinsvegar ekki frétt þegar Kári talar um pilsfaldastráka eða þjófana sem rændu bankana innanfrá svo dæmi sé tekið.Samkvæmt þessu væri hægt að halda því fram að viðsnúningur stjórnarflokkanna á breytingum á kvótakerfinu ætti rætur að rekja til LÍÚ-klíkunar,að ríkisstjórnin hafi verið beitt þvingunum,eitthvað yrði gert eða látið ógert ef stjórnmálastéttin yrði ekki til friðs,eitthvað sem þolir ekki dagsbirtuna. Kári Jónsson Sandgerði.
7.7.2011 | 00:43
Hvað þarf til ?
1.7.2011 | 19:58
Afskriftir
Rúv segir frá því að Guðmundur kenndur við Brim hafi fengið milljarða í afskriftir, en haldi öllum hlutabréfum í fyrirtækjum sínum. Stjórnendur LÍ verða svara því,er þetta sambærilegt við 110% leiðina sem venjulegum íbúðareiganda býðst, eða er þetta eitthvað allt annað. Það er lágmarkskrafa að stjórnendur og stjóri LÍ segi eigendum sínum hvernig það geti gerst ítrekað að afskriftir eru framkvæmdar, en ekkert tekið uppí afskriftir á móti. ekki er óeðlilegt að hlutabréf séu tekin á móti sem væru svo seld og andvirði bréfanna færi inn í ríkissjóð til að minnka hallan þar, almenningur fær þá eitthvað uppí aukna skattbyrgði sem almenningur hefur orðið fyrir í hruninu, sem er vegna fáranlegra skulda Brims meðal annars. Hér er enn ein skýringin afhverju 80% þjóðarinnar vill breyta fiskveiðistjórnunni, og afnema veðsetningu aflaheimilda. Kári Jónsson Sandgerði.
29.6.2011 | 13:27
Hryðjuverkamenn
28.6.2011 | 20:30
ESB-aðild
22.6.2011 | 21:08
Áróðurinn
Sjónvarpsstjóri Líú og Ínn hefur fengið þau fyrirmæli að herða áróðurinn fyrir óbreyttu kvótakerfi, þeim sést ekki fyrir þeim kumpánum, andstaðan herðist að sama skapi. Fyrir mitt leyti og margra annara eru tvær leiðir sem eru færar til að ná sáttum inn í greininni sjálfri og við þjóðina, að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði, og að þau frumvörp sem fram eru komin og þess vegna fleiri tillögur að fiskveiðistjórnun fari í þjóðaratkvæði, strax eftir kynningu. Niðurstaðan úr kosningunni tekur gildi við næstu kvótaáramót. Það sem er mest athyglisvert í umræðunni og öllum þeim slagorðaflaumi, að öllu er tjaldað til, það er vitnað til OECD um að ekki megi breyta nokkru í kvótamálum, er þetta ekki ein af þeim stofnunum sem gáfu fjárglæframönnum bankanna grænt ljós, hví lík svívirða að nota slíkan vitnisburð í jafn mikilvægu deilumáli þar sem velferð þjóðarinnar er í húfi. P.s. Spurning til vestfirðinga sérstaklega, hvernig má það vera að EKG er kosinn á þing aftur og aftur og sennilega aftur í ljósi þess að hann er einn af holdgervingum sérhagmunastefnu pilsfaldaflokksins sem berst með kjafti og klóm fyrir því í reynd að kvótinn er tekinn frá ykkur, án þess að þið getið keypt hann til baka í gegnum fiskmarkað, það er líka staðreynd að EKG vill alls ekki að fiskurinn verði seldur á markaði, er ykkur ekki við bjargandi,ég bara spyr ? Kári Jónsson Sandgerði.
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar