Almenningur verður að sýna klærnar

Almenningur í Evrópu er að vakna til lífsins fyrst í Grikklandi og nú á Bretlandi,vitað er um mikla ólgu í Portúgal og Spáni,mótmæli eru víða. Allt er þetta vegna þess að lífskjörum er ekki skipt jafnt á milli þegnanna, í flestum svokölluðum lýðræðisríkjum er skiptingin þannig að 2-3% eiga eða ráða yfir 97-98% verðmætunum sem til eru,afleiðingin birtist í hruni fjármálafyrirtækja vítt og breytt um heiminn. Vegna þess að þetta fólk kemst upp með að hirða eða ræna sín eigin fyrirtæki innan frá,þetta sama fólk situr í öllum sætum við borðið eða handbendi þessa fólks. Valddreifing er svarið við þessu, lög og regluverk verða að taka mið af slíkum breytingum. Búið er að senda okkur almenningi skilaboð býsna skýr að búast megi við frekari skattahækkunum fyrsta sendingin kom frá fjármálaráðherra, formenn pilsfaldaflokkanna þeir vilja skera niður þjónustuna eða láta þá borga sem nota,dulbúin skattahækkun. Ótrúlegt er að  nýjasta skoðunarkönnunin ef hún gengi eftir,tryggir hrunflokkunum völdin að tveim árum liðnum, hvað þarf að gerast til að fólk átti sig á blekkingarleik pilsfaldaflokkanna. Sárlega vantar valkost á móti fjórflokknum, önnur minni samtök verða að sýna polítískan-þroska og koma á móts við fólk sem getur ekki kosið fjórflokkinn, og sameinast undir einu merki. Betra fyrr en seinna ! Almenningur má ekki gleyma afhverju fólk er án atvinnu eða fólk er borið út úr húsum sínum. Hrunflokkarnir tóku fullan þátt í ráninu. Og svo fær fólkið að eiga 10% í mínus í eignum sínum. þið sem hafið valið þessa leið, þið eruð að taka að ykkur að greiða fasteignagjöld og viðhald á eignum sem þið eigið ekki eina krónu í. Ég spyr er ekki allt í lagi. Kári Jónsson Sandgerði.

Kvislingurinn í fiski og farmannasambandinu.

22/7/2011 var sýndur þáttur á útgerðarstöðinni ÍNN. þáttastjórnandi eins og áður handbendi LÍÚ-klíkunnar fyrrum ráðherra sjávarútvegsins EKG,viðmælandinn að þessu sinni enginn annar en enn einn kvislingurinn forseti skipstjóra,stýrimanna og farmanna.það fyrsta sem mér datt í hug,eru skipsstjórar og stýrimenn ekki þessa heims,eru þið steingeldir eða steindauðir,kvislingurinn sá sér ekki fært að semja vegna óvissu hjá útgerðarmönnum,hvenær var ákveðið að hætta allri útgerð á Íslandi,þetta hefur alveg farið framhjá mér.Og helsta baráttumálið er sjómannaafslátturinn,hann er það sennilega fyrir farmenn! Helsta baráttumálið fyrir óbreyttan skipsstjóra eða stýrimann á fiskiskipum er fiskverð, ekki eitt orð um það,það er skiljanlegt í ljósi þess að maðurinn er kvislingur,æskuvinur hans kvótapúkinn frá Akureyri leyfir ekki frjálst fiskverð. Hvernig getur annað eins og þetta gerst að Árni Bjarnason er kosinn meira en eitt tímabil til að vinna fyrir ykkur,losið ykkur við kvislinginn strax,annars mun hann eyðileggja allt sem áunnist hefur á umliðnum áratugum.Kvislingurinn segist skilja réttlætissjónarmiðið varðandi nýliðun og jafnan aðgang að auðlindinni,en hann ætlar ekkert að gera með það,ömurlegur forystusauður eða ég ætti heldur að segja ónothæfur að sjómannasið.  Kári Jónsson Sandgerði.

Bíðum eftir stjórnlagaráði

Umræðan um kvótann heldur áfram,sem betur fer er stjórnlagaráð að skila af sér á næstu dögum.Lilja Rafney var í útvarpsþætti í gær á Sögu. þáttastjórnandinn var ákveðinn að fá svör við áleitnum spurningum, flest sem fram kom er búið að vera deilumál frá upphafi kvótans.Föstudaginn 29 júlí skilar stjórnlagaráð af sér tillögum að nýrri stjórnarskrá.Þá mun koma fram með hvaða hætti fulltrúar á þinginu sjá fyrir sér hvernig tillögur um auðlindir verða að líta út,spurningin er því afhverju bíður ríkisstjórnin ekki eftir þessum tillögum og smíðar frumvarp sem uppfyllir kröfur betrumbættar stjórnarskrár með almannahag að leiðarljósi,heldur en að standa jafnvel frami fyrir skaðabótakröfum vegna nýtingasamninga við útgerðina.þetta er með öllu óskiljanlegt af hálfu ríkisstjórnarinnar.Besta leiðin er sú að setja óbreytt-kvótakerfi,nýlög um-kvótakerfið og frumvarp Hreyfingarinnar um kvótakerfið í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir vandaða kynningu. Kári Jónsson Sandgerði.

Danskt-kvótakerfi

Athyglisverð frétt á vísir.is um danska-baróna=íslenskur sægreifi.Ég hef þó nokkrum sinnum auglýst eftir forystu-mönnum sjómanna,þegar ég hef fjallað um sjávarútvegsmál engin viðbrögð úr þeirri átt,þó svo að stefnan í sjávarútvegsmálum komi beint við lífskjör umbjóðendana,annað er að gerast hjá dönum. Forystumenn danskra sjómanna hafa gagnrýnt kvótakerfið sem þeir búa við harðlega,meðal annars sagt frá því hvernig sjávarplássum er hreinlega rústað.Brottkasti á fiski. Þetta er sama gagnrýni og andstæðingar kvótakerfisins hér heima hafa haldið fram.Hvað gengur ríkisstjórninni til, að ganga erinda sérhagsmuna með jafn afgerandi hætti og raunin er. Fróðlegt verður að fylgjast með fréttum af dönskum sjómönnum og baráttu sjávarplássanna fyrir tilverurétti sínum á næstu árum.Reyndar ber að geta þess sem að danskir sjómenn hafa umfram íslenska sjómenn er að þar er frjálst-fiskverð, á Íslandinu góða er ekki frjálst-fiskverð.Forystumönnum sjómanna finnst þetta atriði í kjörum sinna umbjóðenda ekki skipta neinu máli, eftirfylgnin segir allt um þetta. Vonandi hverfa danir frá kvótakerfinu eins og færeyjingar höfðu vit til. Kári Jónsson Sandgerði.

Þöggunarstefna sérhagsmuna-klíkunar

Útvarp-Saga bauð uppá þátt fyrir viku síðan sem vakti athygli fjölmargra. þátturinn fjallaði um togaraskipsstjóra sem heitir Ólafur Örn, betur þekktur sem Óli ufsi og hans reynslu af kvótakerfinu og mönnum sem gera allt til að verja þann ófögnuð.Einn var nefndur sérstaklega, Þorsteinn Már forstjóri Samherja,ekki var það af neinu góðu,hafði af honum(Óla)málfrelsið í ákveðinn tíma,hótaði vinnuveitenda hans (forstjóra Hampiðjunar)viðskiptafélaga Óla var líka hótað,ekki með sama árangri og í fyrra skiptið sem betur fer.það sem mér finnst athyglisvert er að ég hef hvergi fundið umfjöllun í öðrum miðlum,það getur alveg hafa farið framhjá mér, það er líka aukaatriði. það er frétt þegar forstjóri Samherja er tilbúinn að ganga jafnlangt og raun ber vitni í að verja sérhagsmuni með þessum hætti. það er hinsvegar ekki frétt þegar Kári talar um pilsfaldastráka eða þjófana sem rændu bankana innanfrá svo dæmi sé tekið.Samkvæmt þessu væri hægt að halda því fram að viðsnúningur stjórnarflokkanna á breytingum á kvótakerfinu ætti rætur að rekja til LÍÚ-klíkunar,að ríkisstjórnin hafi verið beitt þvingunum,eitthvað yrði gert eða látið ógert ef stjórnmálastéttin yrði ekki til friðs,eitthvað sem þolir ekki dagsbirtuna.    Kári Jónsson Sandgerði.


Hvað þarf til ?

Frétt á báðum sjónvarpsstöðvum í kvöld um hvernig peningar hverfa til mony-haven einsog BTB orðaði það. Þrír menn voru nefndir til sögunnar,sem ekki geta skýrt hvað varð um 3þúsund-milljónir.(ég tek/fæ kvittun fyrir 5þúsund-kalli svo dæmi sé tekið). Spurningin er þessi, hvað þarf til að þessir "kappar" eru teknir og látnir upplýsa um þjófnaðinn. Vantar eitthvað uppá löggjöfina,vantar mannskap til að framfylgja lögunum? Hvað þarf til? Innanríkis og bankamálaráðherrar það stendur uppá á ykkur núna. Ég verð að álykta sem svo þar sem ofangreindir 3 kappar eru ekki á bak við lás og slá hlýtur að vanta uppá á lagabókstafinn, það er á ykkar vakt sem þjófarnir ganga lausir. það er virðist ekki vanta lagabókstafina þegar smákrimmar eiga í hlut. Almenningur á skilið skýringar. Ég líki þessu við að ef það er brotist inn hjá mér og ég er rændur og verði svo að kaupa þýfið til baka og þjófurinn fær síðan klapp á bakið fyrir að vilja yfirhöfuð selja mér þýfið. Almenningi líður svona fullyrði ég. það er á ykkar ábyrgð að laga til lög og reglugerðir. Kári Jónsson Sandgerði.

Afskriftir

Rúv segir frá því að Guðmundur kenndur við Brim hafi fengið milljarða í afskriftir, en haldi öllum hlutabréfum í fyrirtækjum sínum. Stjórnendur LÍ verða svara því,er þetta sambærilegt við 110% leiðina sem venjulegum íbúðareiganda býðst, eða er þetta eitthvað allt annað. Það er lágmarkskrafa að stjórnendur og stjóri LÍ segi eigendum sínum hvernig það geti gerst ítrekað að afskriftir eru framkvæmdar, en ekkert tekið uppí afskriftir á móti. ekki er óeðlilegt að hlutabréf séu tekin á móti sem væru svo seld og andvirði bréfanna færi inn í ríkissjóð til að minnka hallan þar, almenningur fær þá eitthvað uppí aukna skattbyrgði sem almenningur hefur orðið fyrir í hruninu, sem er vegna fáranlegra skulda Brims meðal annars. Hér er enn ein skýringin afhverju 80% þjóðarinnar vill breyta fiskveiðistjórnunni, og afnema veðsetningu aflaheimilda. Kári Jónsson Sandgerði.


Hryðjuverkamenn

Mestu hryðjuverkamenn heimsins eru þjóðarleiðtogar sem eru lýðræðislegakjörnir eða hafa hrifsað/rænt völdum og beita þegnum sínum til að viðhalda völdum sínum, þetta er fólkið sem er tilbúið að olnboga sig eftir valdastiganum hvað sem það kostar og sýnir enga miskun þeim sem gagnrýna ofbeldið, þeir(leiðtogarnir) komast upp með þetta meðal annars vegna JÁ manna og þrælsótta UNDIRLÆGJUNAR. Þetta eru siðblindingar,Þetta er fólkið sem geðlæknar og sálfræðingar vara okkur við. Á Íslandi þurfti ekki annað en að segja brandara um pólitíska-andstæðinga og menn/konur urðu viðhlæjendur og JÁ-menn/konur. Örfáir þorðu að gagnrýna spillinguna og óþverran, þetta fólk var álitið geðveikt eða þaðan af eitthvað enn verra. Við verðlaunum síðann þetta fólk með sérstaklega góðum eftirlaunum. Okkur sem þjóð er valla viðbjargandi. Lögum og regluverki verður að breyta til að hægt verði að gera nýjan samfélagssáttmála. Ég nefni þrennt, aðskilja verður viðskipta-og fjárfestingabanka til að koma í veg fyrir að siðblindir bankamenn steli innlánum okkar, tryggja verður jafnræði að auðlindum þjóðarinnar, og regluverkið um hæfi eða vanhæfi, þannig að t.d. sýslumaðurinn á Selfossi geti setið áfram, eftir að hafa brugðist hrikalega þremur stelpum í Vestmannaeyjum, það á ekki að vera hans ákvörðun, regluverkið á að vera skýrt og skorinort.  Kári Jónsson Sandgerði.

ESB-aðild

Í ljósi kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar hallast ég að því, að til að jafnræði náist um aðgengi að sjávarauðlindinni, er að Íslendingar verði aðilar að ESB. Samkeppniseftirlit ESB mun ekki líða það að verslun með fisk geti átt sér stað án þess að fiskmarkaður komi til. Þetta er eitt af því sem LÍÚ-klíkan hræðist mest af öllu,að geta ekki ákveðið fiskverð einhliða,enda vilja þeir ekki hafa þetta í umræðunni! Því miður tel ég að þekkingarskortur og ekki nægjanlegur vilji til að afla upplýsinga um hvernig kvótakerfið virkar og hvaða afleiðingar það hefur fyrir fólk og fjölskyldur svo að ekki sé minnst á að mannréttindaálitið það er fótum troðið af norænu-velferðarstjórninni, t.d. afhverju skýra ráðherrar og þingmenn ekki sem hafa verið með málið í höndunum allan tíman, hvernig stendur á því að ekki er minnst einu orði á að allur fiskur verði seldur á markaði. Lög sem innihéldu slíkt ákvæði myndi leysa ágreining á aðgengi að auðlindinni.Þetta er sniðgengið eins og þetta skipti bara engu máli, ég tel að um brot á samkeppnislögum sé að ræða.þarna hafa sjómannasamtökin brugðist hrikalega. Staðreyndin er að fiskvinnsla með eigin útgerð borgar að meðaltali 30% lægra verð,fyrir fiskinn,en fiskvinnsla án útgerðar. Sjávarauðlindinni er og hefur verið úthlutað eins og olíuauðlindum Rússlands,til nokkura gæðinga,70% af kvótanum er á höndum 23 aðila , sem greiða stjórnmálamönnum fyrir forréttindin og tryggja þeim þar með völdin, nákvæmlega þetta er að gerast á Íslandi,nema hér fær einn flokkur fjórflokkurinn sína hlutdeild,sem tryggir völdin. Nýju kvótalögin ef þau verða samþykkt er framhald á samspili stjórnmálastéttarinnar og LÍÚ-klíkunar til að arðræna þjóðina. Kári Jónsson Sandgerði.

Áróðurinn

Sjónvarpsstjóri Líú og Ínn hefur fengið þau fyrirmæli að herða áróðurinn fyrir óbreyttu kvótakerfi, þeim sést ekki fyrir þeim kumpánum, andstaðan herðist að sama skapi. Fyrir mitt leyti og margra annara eru tvær leiðir sem eru færar til að ná sáttum inn í greininni sjálfri og við þjóðina, að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði, og að þau frumvörp sem fram eru komin og þess vegna fleiri tillögur að fiskveiðistjórnun fari í þjóðaratkvæði, strax eftir kynningu. Niðurstaðan úr kosningunni tekur gildi við næstu kvótaáramót. Það sem er mest athyglisvert í umræðunni og öllum þeim slagorðaflaumi, að öllu er tjaldað til, það er vitnað til OECD um að ekki megi breyta nokkru í kvótamálum, er þetta ekki ein af þeim stofnunum sem gáfu fjárglæframönnum bankanna grænt ljós, hví lík svívirða að nota slíkan vitnisburð í jafn mikilvægu deilumáli þar sem velferð þjóðarinnar er í húfi. P.s. Spurning til vestfirðinga sérstaklega, hvernig má það vera að EKG er kosinn á þing aftur og aftur og sennilega aftur í ljósi þess að hann er einn af holdgervingum sérhagmunastefnu pilsfaldaflokksins sem berst með kjafti og klóm fyrir því í reynd að kvótinn er tekinn frá ykkur, án þess að þið getið keypt hann til baka í gegnum fiskmarkað, það er líka staðreynd að EKG vill alls ekki að fiskurinn verði seldur á markaði, er ykkur ekki við bjargandi,ég bara spyr ?                                      Kári Jónsson Sandgerði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 512

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband