31.10.2011 | 18:36
SKRUMSKÆLING
Þorvarður Gunnarsson er að vinna fyrir LÍÚ-klíkuna og vinnur vel fyrir kaupi sínu.Hér er maður sem gengur bersýnilega út frá því að LÍÚ-klíkan eigi þær aflaheimildir sem er úthlutað á hverju ári,það er röng nálgun frá mínum bæjardyrum séð.Þorvarður vill eins og LÍÚ ríkisstyrkta útgerð,það er skoðun út af fyrir sig.Að sjálfsögðu er gríðarleg framlegð hjá hvaða fyrirtæki sem er þegar aðföng eru ókeypis í þessu tilfelli útgerðar-fyrirtæki (ríkisstyrkur sérlega veglegur).Fær nánast ókeypis aflaheimildir en getur leigt frá sér á markaðsverði.Ennfremur getur útgerð selt eigin vinnslu fyrir allt að 30% minna verð en fæst á fiskmörkuðum,með tilheyrandi tekjutapi fyrir sjómenn.Þá má benda á að öll samkeppni er út úr öllu korti gagnvart fiskvinnslu án aflaheimilda.Leiðin út úr skrímslakerfinu er að innkalla úthlutaðar aflaheimildir í Auðlindasjóð og endurúthluta á jafnræðsgrunni,afnema óbeina veðsetningu á aflaheimildum,afleiðingin af þessu er núvirðing,þ.e.a.s.rétt verð myndast á veiðiréttinum og fyrirtækin byggja sig upp fyrir alvöru peninga ekki bólu peninga.Ekki taka þátt í hræðluáróðrinum um að við munum hætta að gera út og hætta allri fiskvinnslu,það eru engar líkur til þess. Kári Jónsson Sandgerði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.