28.7.2011 | 00:28
Almenningur verður að sýna klærnar
Almenningur í Evrópu er að vakna til lífsins fyrst í Grikklandi og nú á Bretlandi,vitað er um mikla ólgu í Portúgal og Spáni,mótmæli eru víða. Allt er þetta vegna þess að lífskjörum er ekki skipt jafnt á milli þegnanna, í flestum svokölluðum lýðræðisríkjum er skiptingin þannig að 2-3% eiga eða ráða yfir 97-98% verðmætunum sem til eru,afleiðingin birtist í hruni fjármálafyrirtækja vítt og breytt um heiminn. Vegna þess að þetta fólk kemst upp með að hirða eða ræna sín eigin fyrirtæki innan frá,þetta sama fólk situr í öllum sætum við borðið eða handbendi þessa fólks. Valddreifing er svarið við þessu, lög og regluverk verða að taka mið af slíkum breytingum. Búið er að senda okkur almenningi skilaboð býsna skýr að búast megi við frekari skattahækkunum fyrsta sendingin kom frá fjármálaráðherra, formenn pilsfaldaflokkanna þeir vilja skera niður þjónustuna eða láta þá borga sem nota,dulbúin skattahækkun. Ótrúlegt er að nýjasta skoðunarkönnunin ef hún gengi eftir,tryggir hrunflokkunum völdin að tveim árum liðnum, hvað þarf að gerast til að fólk átti sig á blekkingarleik pilsfaldaflokkanna. Sárlega vantar valkost á móti fjórflokknum, önnur minni samtök verða að sýna polítískan-þroska og koma á móts við fólk sem getur ekki kosið fjórflokkinn, og sameinast undir einu merki. Betra fyrr en seinna ! Almenningur má ekki gleyma afhverju fólk er án atvinnu eða fólk er borið út úr húsum sínum. Hrunflokkarnir tóku fullan þátt í ráninu. Og svo fær fólkið að eiga 10% í mínus í eignum sínum. þið sem hafið valið þessa leið, þið eruð að taka að ykkur að greiða fasteignagjöld og viðhald á eignum sem þið eigið ekki eina krónu í. Ég spyr er ekki allt í lagi. Kári Jónsson Sandgerði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Kári !
Vel mælt; og hvergi ofsagt, ágæti drengur.
Ég er; margbúinn að hvetja landsmenn, til harkarlegra aðgerða, á minni síðu.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.