28.6.2011 | 20:30
ESB-aðild
Í ljósi kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar hallast ég að því, að til að jafnræði náist um aðgengi að sjávarauðlindinni, er að Íslendingar verði aðilar að ESB. Samkeppniseftirlit ESB mun ekki líða það að verslun með fisk geti átt sér stað án þess að fiskmarkaður komi til. Þetta er eitt af því sem LÍÚ-klíkan hræðist mest af öllu,að geta ekki ákveðið fiskverð einhliða,enda vilja þeir ekki hafa þetta í umræðunni! Því miður tel ég að þekkingarskortur og ekki nægjanlegur vilji til að afla upplýsinga um hvernig kvótakerfið virkar og hvaða afleiðingar það hefur fyrir fólk og fjölskyldur svo að ekki sé minnst á að mannréttindaálitið það er fótum troðið af norænu-velferðarstjórninni, t.d. afhverju skýra ráðherrar og þingmenn ekki sem hafa verið með málið í höndunum allan tíman, hvernig stendur á því að ekki er minnst einu orði á að allur fiskur verði seldur á markaði. Lög sem innihéldu slíkt ákvæði myndi leysa ágreining á aðgengi að auðlindinni.Þetta er sniðgengið eins og þetta skipti bara engu máli, ég tel að um brot á samkeppnislögum sé að ræða.þarna hafa sjómannasamtökin brugðist hrikalega. Staðreyndin er að fiskvinnsla með eigin útgerð borgar að meðaltali 30% lægra verð,fyrir fiskinn,en fiskvinnsla án útgerðar. Sjávarauðlindinni er og hefur verið úthlutað eins og olíuauðlindum Rússlands,til nokkura gæðinga,70% af kvótanum er á höndum 23 aðila , sem greiða stjórnmálamönnum fyrir forréttindin og tryggja þeim þar með völdin, nákvæmlega þetta er að gerast á Íslandi,nema hér fær einn flokkur fjórflokkurinn sína hlutdeild,sem tryggir völdin. Nýju kvótalögin ef þau verða samþykkt er framhald á samspili stjórnmálastéttarinnar og LÍÚ-klíkunar til að arðræna þjóðina. Kári Jónsson Sandgerði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.