12.3.2011 | 21:51
Samviskan
Ragnar Önundarson sannaði það í fréttatíma í kvöld sem bloggheimar hafa sagt frá hruni,að í miklum meirihluta hafa siðlausir menn verið ráðnir í forstjórastöður og stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða, villa þeir á sér heimildir? Svari hver fyrir sig,staðreyndin er sú að við kjósum þetta fólk til starfa inn í t.d.lífeyrissjóðina.Sem betur fer fyrir okkur þá er RÖ hættur,fleiri ættu að taka pokann sinn,ég nefni stjórn og stjóra pilsfaldabankana,samviska þeirra sem réðu þá er ekki fyrirferðamikil.hvar er samviska stjórnmálastéttarinnar í sambandi við ný lög um samkeppnistofnun,landbúnaður og sjávarútvegur er undanþeginn í lögum,hvaða bull er í gangi inná alþingi gleymdist samviskan í myrkum herbergjum sérhagsmuna?Helstu kosningarloforð voru lýðræðisumbætur,gegnsæi,nýtt fiskveiðistjórnarkerfi,ESB ekkert af þessu hefur verið komið í verk.Samviskan er greinilega ekki að þvælast fyrir ríkisstjórninni í þessum efnum!Aftur á móti þarf samviska okkar kjósenda að vera óbrengluð í næstu kosningum.Kári Jónsson Sandgerði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.