Varðhundar ríkisvaldsins/stjórnlagaráð

Mikil vonbrigði voru það að heyra í Ögmundi og Helga Hjörvar þegar þeir lýstu sig andvíga væntanlegu frumvarpi um stjórnlagaráð,frá mínum sjónarhóli og flestra sem ég á orðastað við,er þetta farsælasta leiðin til að þjóðin geti haft áhrif á nýjan samfélagssáttmála,að því gefnu að ný stjórnarskrá komi til þjóðarinnar fyrst það er grundvallaratriði.Eða eru varðhundar valdsins í öllum flokkum að láta á sér kræla.Almenningur í þessu landi,á ekkert minna skilið af alþingi en að standa við stóru orðin um lýðræðisumbætur,vantraustið reiðin og vanlíðanin er tilkomin vegna þess að fólkinu finnst tækifærum til betra lífs hafa verið sóað á altari sérhagsmuna gegn fólkinu.Hver veitti þjónum fólksins (þingmenn)slíkt umboð.Meirihluti almennings veit vel að ógilding varðhundana á kosningu til stjórnlagaþings er eins og hver annar þvættingur.Ríkisstjórnin var kosin meðal annars út á þetta loforð,biðlundin er búin,tími orðagjálfurs er liðinn,tími efnda og aðgerða er löngu komin.Kári Jónsson Sandgerði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þessi  romsa er eitt allsherjar orðagjálfur Kári.Undirbúningur að  kjöri  til Stjórnlagaþings var handarbaksvinna og klúður sem  varð til þess að Hæstiréttur dæmdi kjörið ógilt. Kosningaþátttaka var sáralítil og það segir sig sjálft að nú er sjálfhætt. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá eru breytingar á henni alfarið á ábyrgð Alþingis. Hefur þú mikla trú á því að Ómar Ragnarsson og þorvaldur Gylfason séu ómissandi við breytingar á stjórnarskránni?       

Snorri Hansson, 9.3.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband