Færsluflokkur: Dægurmál
29.1.2011 | 12:03
Hæstiréttur kerfisins
Núna er komið í ljós að æðsta dómsvald þjóðarinnar tilheyrir sérhagsmunum og valdaklíkum,einhver myndi segja mafíu,öll mál sem hafa ratað til hæstaréttar og talin eru stóru málin hjá þjóðinni,enda í fangi sérhagsmuna á kostnað almennings.I þessu samhengi nefni ég auðlindir til sjós og lands.Allir stjórnmálaflokkar með síðari nafnabreytingum,hafa með einum eða öðrum hætti tekið þátt í því að arðræna almenning,birtingamyndirnar eru nokkrar,lýðskrumsræður um sameign þjóðarinnar á auðlindum,í fagurgala um nauðsyn þess að afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum,í rökfærslu að varðhundar kerfisins hafi verið skipaðir á faglegum forsendum,sem er athyglisvert að skoða í ljósi nýjustu afreka hæstaréttar,óþarfi er að minna á en geri samt,að 8 af nýju 9 dómurum eru skipaðir af ráðherrum sjálfstæðisflokksins (valdaklíkunnar).Það er lag núna að gera breytingar fyrir almenning,meirihlutinn á þingi hefur umboð til þess,nema það séu úlfar í sauðagæru þar inni fyrir í fleirtölu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 18:45
Þjófar
Hvað þarf að stela miklu áður en lögreglustjórinn í rvk verður sendur að sækja þjófanna?Svar óskast. Það er ekki undarlegt að það sé ólgandi reiði um allt þjóðfélagið!Stjórnmálastéttin undanfarna tvö áratugi hefur markvisst reynt að stela auðlindunum af almenningi til sjós og lands,sömu stjórnmálamenn færðu bankaræningjunum bankana að gjöf.Það er eðlilegt að tortryggni,vantrú og neikvæðni ríki við þessar aðstæður.Eg skora á stjórnvöld að láta til sýn taka.Eða er eitthvað þarna sem þolir ekki dagsbirtuna,spyr sá sem ekki veit.Kári Jónsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 18:02
Fiskurinn okkar
Eg fagna öllum sem vekja máls á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar (fiskinum okkar).Það eru til ótalmargar útfærslur hvernig skuli fara með.Hér kemur ein í viðbót.Auðlindasjóður verði stofnaður,,úthlutað verði eftir fyrirfram ákveðnum reglum,fiskiskipum skipt í flokka,það liggur fyrir hvað hver skipa/bátaflokkur var marga daga á veiðum,t.d.síðastliðin 5ár eða 3ár, dögum úthlutað að meðaltali samkvæmt því,að úthluta dögum þá hverfur hvatinn til brottkasts það verður að hámarka nýtingu hvers dags.Allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði,leigugjald verði innheimt í prósentum af fiskverði til að koma í veg fyrir ójafnvægi,leigan greidd eftir á,þá sitja allir við sama borð.Allir sem eiga skip/bát með gildu haffærnisskirteini eiga rétt á úthlutun úr sínum skipa/bátaflokk,bannað verður að fénýta dagana,þeir dagar sem ekki verða nýttir innan tímabils,koma til endurúthlutunar á því næsta.Lykilatriðin eru atvinnufrelsi jafnræðiog mannréttindi þeirra sem vilja starfa í þessari atvinnugrein.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 18:18
Fyrsta blogg
Bloggvinir geta nú sent hverjum öðrum faðmlag til að styrkja vináttu sín á milli. Þetta er gert á þann veg að notandi skráir sig inn og fer í framhaldi á bloggsíðu þess vinar sem senda á faðmlag. Í framhaldi er smellt svæðið þar sem sjá má lista yfir bloggvini og þar er valin aðgerðin að senda faðmlag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kári Jónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar