Fótgönguliði sérhagsmuna

Dapurlegt viðtal var við EKG um verðmyndun á fiski á Bylgjunni fyrr í dag, hér fer maður sem kennir sig við stefnu einstaklingsfrelsis,eða hvað?EKG var sjávarútvegsráðherra í hrunstjórninni.Hér fer maður sem fótum treður atvinnufrelsi,jafnræði,og mannréttindi sjómanna.Hér fer maður sem beinlínis vill ekki frjálst fiskverð,heldur skipar sér í flokk með víkapiltum og sendisveinum,þessi maður hefði náð hæstu hæðum í Sovétríkjunum sálugu.Þessi maður er fótgönguliði sérhagsmuna!Vestfirðir í skötulíki eftir stefnu sem hefur verið rekinn í 25ár,sem og önnur sjávarpláss,það fólk er teljandi á fingrum annarar handar sem hefur viljað raunverulegar breytingar.Hér fer maður sem stundar blekkingar og óþverravinnubrögð,ég vara kjósendur við þessu fólki sem er tilbúið að fórna hagmunum almennings fyrir sérhagsmuni.Atvinnulaust fólk á Islandi hlýtur að eiga allan réttinn til vinnu frekar en verkafólk á Englandi eða Þýskalandi,svo dæmi sé tekið.Kjósendur varið ykkur á stjórnmálamönnum sem stunda blekkingar og óþverravinnubrögð.Kári Jónsson Sandgerði.

Samviskan

Ragnar Önundarson sannaði það í fréttatíma í kvöld sem bloggheimar hafa sagt frá hruni,að í miklum meirihluta hafa siðlausir menn verið ráðnir í forstjórastöður og stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða, villa þeir á sér heimildir?  Svari hver fyrir sig,staðreyndin er sú að við kjósum þetta fólk til starfa inn í t.d.lífeyrissjóðina.Sem betur fer fyrir okkur þá er RÖ hættur,fleiri ættu að taka pokann sinn,ég nefni stjórn og stjóra pilsfaldabankana,samviska þeirra sem réðu þá er ekki fyrirferðamikil.hvar er samviska stjórnmálastéttarinnar í sambandi við ný lög um samkeppnistofnun,landbúnaður og sjávarútvegur er undanþeginn í lögum,hvaða bull er í gangi inná alþingi gleymdist samviskan í myrkum herbergjum sérhagsmuna?Helstu kosningarloforð voru lýðræðisumbætur,gegnsæi,nýtt fiskveiðistjórnarkerfi,ESB ekkert af þessu hefur verið komið í verk.Samviskan er greinilega ekki að þvælast fyrir ríkisstjórninni í þessum efnum!Aftur á móti þarf samviska okkar kjósenda að vera óbrengluð í næstu kosningum.Kári Jónsson Sandgerði.


Brim/froða og sullumbull

Froða og mony haven eru orð sem urðu til eftir hrun notuð af mönnum/konum til réttlætingar á svikum gegn þjóðinni.Forréttinda menn/konur sem hafa fengið óheftan aðgang að sparifé landsmanna,veðsetningu óveidds fisks, þetta sama fólk tók þátt í hlutabréfasvindli bankanna hirti arðinn en skildi skuldirnar eftir handa almenningi,sem við borgum svo með hærri sköttum,og skertri þjónustu allsstaðar.Forréttindafólkið heldur öllum sínum eignum,en lýðurinn er borinn út á götu.Hér verður ekkert réttlæti fyrr en eignir verða teknar upp í afskriftirnar sem forréttindafólkið hefur fengið.Er ekki kominn tími til að breyta regluverkinu.Óþverrinn sem hefur viðgengist síðan einkavinavæðigin hélt innreið sína er að öllu leyti í boði pilsfaldakapitalista sem kenna sig við stefnu Sjálfsstæðisflokksins,þeir hinsvegar hafa fengið til liðs við sig hækjur á borð við Framsókn og Samfylkingu til að fullnusta glæpinn,kjósendur þessa flokka ættu að skoða sína ábyrgð vel og vandlega í næstu kosningum.Kári Jónsson Sandgerði.

Meira um varðhunda/stjórnlagaráð

Sæll Snorri einmitt þessir heiðurskappar sem þú nefnir eru ekki barasta nauðsynlegir þeir eru bráðnauðsynlegir,alþingi hefur verið með lýðskrum allar götur,við að breyta og lagfæra stjórnarskrána,ég tel afar miklvægt að borgarar þessa lands komi að nýjum samfélagssáttmála í ljósi þess hvernig pilsfaldakapitalistar allra flokka brugðust þjóðinni,svo ég tali nú ekki um þá sem hafa jafnvel farið á svig við lögin,mín skoðun er afdráttarlaus í þessu efni,stjórnarskráin verður að vera algjörlega skýr,hér eins og alltaf sjá augu betur en auga,og 'Omar og Þorvaldur eru bráðnauðsynlegir sérstaklega í þessa vinnu, ásamt mörgum fleirum sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings.Eg er sammála þér um það að vanda verkin vel, þegar um svona miklvægt mál er að ræða.Hæstiréttur er skipaður af valdhöfum hverju sinni,og dæmt mjög loðið ég nefni öryrkjadóm og kvótadóma,ég treysti ekki hæstarétti,8 af 9 dómurum eru skipaðir af ráðherrum sjálfstæðisflokksins sem hafa varið sérhagsmuni á kostnað almennings. Bestu kveðjur.Kári Jónsson. Sandgerði.

Varðhundar ríkisvaldsins/stjórnlagaráð

Mikil vonbrigði voru það að heyra í Ögmundi og Helga Hjörvar þegar þeir lýstu sig andvíga væntanlegu frumvarpi um stjórnlagaráð,frá mínum sjónarhóli og flestra sem ég á orðastað við,er þetta farsælasta leiðin til að þjóðin geti haft áhrif á nýjan samfélagssáttmála,að því gefnu að ný stjórnarskrá komi til þjóðarinnar fyrst það er grundvallaratriði.Eða eru varðhundar valdsins í öllum flokkum að láta á sér kræla.Almenningur í þessu landi,á ekkert minna skilið af alþingi en að standa við stóru orðin um lýðræðisumbætur,vantraustið reiðin og vanlíðanin er tilkomin vegna þess að fólkinu finnst tækifærum til betra lífs hafa verið sóað á altari sérhagsmuna gegn fólkinu.Hver veitti þjónum fólksins (þingmenn)slíkt umboð.Meirihluti almennings veit vel að ógilding varðhundana á kosningu til stjórnlagaþings er eins og hver annar þvættingur.Ríkisstjórnin var kosin meðal annars út á þetta loforð,biðlundin er búin,tími orðagjálfurs er liðinn,tími efnda og aðgerða er löngu komin.Kári Jónsson Sandgerði.

kjósendur/skoðanakannanir

Gullfiskaminni kjósenda er með ólíkindum,kannanir síðustu misseri sína það.eg er ekki mikill aðdáandi núverandi ríkisstjórnar,tel reyndar að í stóru málum þjóðarinnar,hafi ríkisstjórnin brugðist að miklu leyti.Eg benti á stjórnarsáttmálann því til sönnunar.Eitt mál hefur á allra síðustu dögum komið fram,breytingar á samkeppnislögum,löngu tímabært en hverjir eru á móti, jú pilsfaldakapitalistar/sjálfstæðisflokkurinn með sín 41% fylgi.Þetta er flokkurinn, sem hefur afrekað það að þjóðfelagið hrundi eins og spilaborg,en þeir voru ekki einir,það voru hækjur sem veittu samþykki sitt,framsókn og samfylking.kjósendur ekki falla í gildru fjórflokksins,hugsun fjórflokksins birtist mér svona,það er gott LYðurinn þinn að borga með góðu,ef ekki þá með illu.Látum ekki gullfiskaminnið verða okkur að enn meira falli.Ef pilsfaldaflokkurinn kemst til valda,þá verður sérstaki sleginn af,engar lagfæringar á stjórnarskrá,engar lagfæringar á kvótanum,engar breytingar á launakjörum,engar breytingar á lífeyriskerfinu.Sérhagsmunir hafðir í öndvegi gegn almannahag.         Kári Jónsson Sandgerði.


Forsetinn treystir þjóðinni

Forsetinn treystir þjóðinni fyrir stóru deilumáli,sem hefur klofið alþingi frá þjóðinni,almenningur á von í ömurlegum aðstæðum sem hefur með ýmsum hætti komið við hvert einasta heimili í landinu. Við þessar aðstæður er mikilvægt að flýta sér hægt en örugglega.Núna er frábært tækifæri til að leiða til lykta stór mál sem stjórnvöld hafa ekki viljað treysta þjóðinni fyrir.Stærsta málið er að mínu áliti kvótamál síðan kemur nýtt stjórnlagaþing,örugglega mætti nefna fleiri,sem hafa áhrif á líf okkar til framtíðar.spurningin er hefur ríkisstjórnin kjark og þor til að treysta þjóðinni á miðju kjörtímabili, en ekki bara fyrir næstu kosningar.Bkv.Kári Jónsson Sandgerði.

Lýðskrum

Öll um og samræða,inn á alþingi eftir hrun samfélagsins sem var í boði pilsfaldakapitalista og sovétkommunista hvar í flokki sem þeir fyrirfinnast, gleymum því aldrei!Atkvæðagreiðslan um icseave í dag endurspeglaði lýðskrumið sem er til staðar á alþingi.Fjórflokkurinn vill ekki þjóðaratkvæði,vill ekki stjórnlagaþing,vill ekki raunverulegar lýðræðisumbætur.Fjórflokkurinn vill aftur á móti halda völdum hvað sem það kostar,þannig að hann boðar umbætur fyrir kosningar,fjórflokkurinn man vel eftir gullfiskaminni þjóðarinnar.Eftir stendur að við eigum forseta sem getur fært okkur þjóðaratkvæði,eg vill ekki borga icsaeve,ég vill ekki að þeir sem munu erfa landið borgi,ég vill að eigendur icseave borgi.Eg minni á að alþingi eins og það leggur sig er á framfæri þjóðarinnar. Kári Jónsson.

Arðræningjar og Auðlindir

Tilefnið er frábær þáttur 13.2.2011.Viðtal við Þór Saari,sem að minu mati er einn af bestu þingmönnum okkar, talar þannig að allir skilja,samkvæmt þvi sem kom fram í samtali Þórs og Jóns A eru eigendur Hs orku arðræningjar fyrst og síðast,hann lýsti þessu fádæma vel. Reykjanesbær fær af 6.8 milljarða hagnaði hsorku 0,08% eða 50.000.000.(er þetta það sem við viljum),við erum að gefa arðræningjum auðlindir þjóðarinnar.Núna hefur aldrei verið mikilvægara að fylgjast með því hverjir tala fyrir erlendri fjárfestingu á Islandi. Ef þetta er almennt það sem í boði er, þá koma tvö orð uppí hugann,mútur og landráð,ekki seinna en á næsta þingfundi verður að leggja fram frumvarp sem hefur það eina markmið að taka eignarnámi hsorku svo fljót sem verða má.Hvort ætlar ríkisstjórnin að bjóða börnunum okkar uppá ríkasta landið eða það fátækasta í heiminum,staðreyndin er að auðlindirnar eru okkar tromp,ef það eru einhverjir sem vilja gefa þær, þá er hinn sami landráðamaður eða mútuþegi.Spurningin er einföld viljum við eiga Island eða ætlum við að gefa arðrænigjum Island.Baráttukveðjur Kári Jónsson.

Vikapiltar og sendisveinar

Hádegismóri (DO)fremstur meðal sinna jafningja,hefur gengið fram af miklum eldmóð og dugnaði,við að gæta sérhagsmuna útgerðamanna sem hafa nánast ókeypis nýtingarrétt á aflaheimildum,sem er úthlutað til nokkura stórútgerða.Nýleg úttekt sýnir að 20 fyrirtæki hafa nýtingarétt á 70% kvótans.Þetta fyrirkomulag finnst frjálshyggjupostulum vera frelsi til athafna fyrir einstaklinginn "skrýtið"eða hvað?Sömu herrum/dömum finnst samkvæmt ofangreindu ekki nokkur ástæða til að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði með tilheyrandi umsvifum og auknum tekjum fyrir sjómenn,hafnarsjóði,og bæjarsjóði um allt land.Eg efast ekki eitt augnablik um hver er vikapiltur og sendisveinn númer 1, þó allt sé líkt með K og S. Það liggur fyrir hver borgar hádegismóra launin.      Kári Jónsson.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kári Jónsson

Höfundur

Kári Jónsson
Kári Jónsson
Áhugamaður um þjóðmál og dægurmál líðandi stundar.Telur sig hafa fullt frelsi til að gagnrýna og hrósa hverju sem er.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...winter
  • ...ater_lilies
  • ...blue_hills

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband